Fyrirgefðu

Sonur minn á sér mjög góðan vin sem býr í blokkinni við hliðina á okkur. Þeir leika mikið saman, bæði í skólanum, þrátt fyrir að vera ekki bekkjabræður, og í Regnbogalandi eftir skóla nú og svo heima eftir kl 17 á daginn.

Um daginn fóru þeir svo út eftir skóla nema hvað að Benni var nýbúinn að sækja hjólið hans Viðars úr viðgerði eftir hjólaslysið hér um daginn og auðvita vildi minn maður hjóla eins og lög gera ráð fyrir.
Það fór víst svo að vinur hans kom hérna við á heimleiðinni miður sín á því að Viðar hafi stungið hann af og hann vissi ekkert hvar hann var niður kominn.
Munurinn á þessum tveimur ungu strákum er sá að annar þeirra er sjálfstæður ungur maður, ófeiminn, framfærinn og hvatvís.. hinn er ósjálfstæður, mjög feiminn, til baka og allt nema hvatvís.
Þeir eiga vel saman, vega hvorn annan upp eins og plús og mínus. Sem er mjög ánægulegt allt saman.

Nema hvað, Viðar kemur inn svona 30 mínutum eftir að vinurinn komm hér við með hausinn hangandi og hundfúll út í Viðar, sem ég skildi mjög vel.

Ég spyr að sjálfsögðu son minn um leið og hann kemur inn " Hvar er Peter?"
"ég veit það ekki, hann fór bara" var svarið sem ég fékk og var ég ekki alveg nógu ánægð með það þannig að ég hélt áfram að spyrja.
"fór hann? ertu viss um að þú hafi ekki farið á undan honum og skilið hann kannski eftir?"
"æji jú veitu það mamma ég bara gleymdi honum !!"

Án þess að fara neitt nánar út í það, þá útskýrði ég það fyrir honum að maður gleymir ekki vinum sínum, þegar komið er á fót nýtt og gott vinasamband, þá ber að halda því, og láta fátt sem ekkert hafa áhrif á þessa vináttu, það eiga allir skilið að eiga góða vini, sérstaklega á þessum aldri.

Morguninn eftir var minn maður eitthvað órólegur, spuði mig hvort ég héldi að Peter myndi "dingla" áður en hann færi í skólan, óttaðist mjög að með því að gleyma vini sínum í gær þá væri sagan öll.

En dyrabjallan hringdi og minn maður var ekki lengi að stökka á dýrasíman og án þess að segja halló eða hver er þetta eins og virðist vera mjööög svo inn þá segir hann " Peter viltu fyrirgefa mér ?"
já segir guttinn í anddyrinu og með það sama segir Viðar þá " Fyrirgefðu ég ætla að passa mig mjög að gleyma þér ekki aftur"

Það fóru svo tveir góðir og kannski bestu vinir samferða í skólan þennan dag.. yljar manni um hjartarætur að sjá barnið sitt fást við þetta þroskastig án þess að þurfa að ýta á eftir því, þroskinn að geta sagt fyrirgefðu er með þeim nauðsýnlegustu sem þarf til að halda vináttu.

Vonandi að þið hafið jafn gaman af svona sirgum í lífi sonar míns eins og ég. :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Falleg færsla um góða vini, þeir eru svo einlægir svona guttar

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 10:49

2 Smámynd: María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Já þetta kennir manni ýmislegt :) ... kannski ætti maður að taka þessa einföldu fyrirgefningu sér til hliðsjónar, eða fyrirmyndar :)

María Lilja Moritz Viðarsdóttir, 1.10.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Höfundur

María Lilja Moritz Viðarsdóttir
María Lilja Moritz Viðarsdóttir
Ég er dóttir, móðir, systir og kærasta.. en fyrst og fremst er ég orginal !
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Viðar
  • ...mariam

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 164

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband