og hvað ætla ísl stjórnvöld að gera í þessu ?

Það verður fróðlegt að sjá hvað íslensk stjórvöld ætla að gera í þessu. Það er ekki eins og þetta vandamál hafi verið að koma upp í gær, síður en svo !

Við erum að tala um það að námsmenn í útlöndum eiga vart fyrir mat eða nauðsynjavörum, geta ekki borgða leigu eða fyrir þá sem þurfa, keypt bensín á bílinn sinn.

Það væri mjög fróðlegt að heyra hvað við ætlum að gera í þessu .. og hvað við ætlum að gera þeim til hjálpar, svona án gríns sko.

Ég alla vega bíð spennt að sjá næsta skref! 


mbl.is Danskur bæjarstjóri reynir að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Þ. Árnason

hey kommon var að kommenta á annað blog en ég bara verð að kommenta hér líka.. Sem námsmaður færðu námslánin í dönskum krónum (skuldar bara meira EFTIR nám) um síðustu mánaðrmót var genirð ca. 19 og ekkert mál að millifæra núna er gengið 20 og tekur ca. fimm daga að millifæra (allavega í mínu tilfelli Byr --> SparNord) hvað er vandamálið það eru ekki komin mánarmót er ekki bara spurning að koma skipulagi á fjármálin, þau eru í algjörum lamasessi hjá mér en ég get ekki kennt íslensku stjórnvöldum um .. því miður.

Ómar Þ. Árnason, 28.10.2008 kl. 08:42

2 identicon

Ég varð nú að segja það að það eru ekki bara námsmenn í Danmörku.

Ég er öryrki og þarf að taka alla skerðingu á mig sjálf og fæ því helmingi minna miða við þegar ég flutti hingað fyrir 6 árum.

Hér kemur maður líka að lokuðum dýrum allstaðar. Enginn vill hjálpa.. Danir hafa hart hjarta.

Ég hafði því miður ekki efni á því Ómar að millifæra á genginu 20 því beið ég og bíð ennþá og hef því ekkert fengið .. En gat bjargað leigunni á barnabótunum og matnum úr frystikistunni.

Já stjórnvöld benda hver á annan og ljúga hægri vinstri og á meðan megum við bíða..

kveðja frá Esbjerg Dóra

Dóra Esbjergbúi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Ómar Þ. Árnason

Dóra: ég var líka að beina þessu eingöngu á námsmenn þar sem ég veit ekki hvernig er með öryrkja, þá ættu íslensku stjórnvöldin kannski frekar að reyna redda öryrkjum, þar sem við námsmenn ættum að hafa það ágætt enþá á meðan það er hægt að flytja pening út.

Ómar Þ. Árnason, 28.10.2008 kl. 09:07

4 identicon

Vissi það reyndar Ómar. Er bara að reyna ða koma málum okkar öryrkja hér á framfæri.

kveðja frá Esbjerg

Dóra Esbjergbúi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:12

5 Smámynd: María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Mér finnst perósulega allt í lagi að benda á stjórnvöld. Ef þið hafið séð kompás þáttinn í gærkvöldi þá skiljið þið hvað ég er að meina.

Auðvita bera stjórvöld ábyrgð á því hvernig komið er fyrir námsmönnum.. og íslendingum erlendis. Ég er ekki að tala út frá eigin mati heldur er ég fyrst og fremst að ergja mig á þessu fyrir hönd þeirra sem ég þekki og ber eihverja hagsmuni til og eru í námi erlendis.

Mér fannst til dæmis mjög súrt að vita til þess að systir mín þurfti að keyra í klukkutíma með 10 vikna gamlan son sinn og mann fárveika á spítala í Randers.. eigandi varla fyrir mat eða nauðsynjavörum ! og ég gat ekki hjálpað því ekki þýðir að millifæra peninga til þeirra, ekki þýðir að lána þeim visakort eða eurokortsnúmer .. ekki er hægt að fara í banka og kaupa tékka og senda þá .. því bankatékkar eru ekki teknir gildir..... og svo er lengi hægt að telja upp...

og eitt get ég lofað... ég talaði ekki við breska ríkið og sagðist ekki ætla að ábyrgjast erlendar bankainnistæður.. ég gerði það ekki að verkum að íslensk fyrirtæki fái ekki lánskredit erlendis.. og ég sá ekki til þess lánalínur í heiminum lokuðu á íslensk bankaviðskipti og þar á meðal danmörk..

og hana nú :)

María Lilja Moritz Viðarsdóttir, 28.10.2008 kl. 12:58

6 Smámynd: María Lilja Moritz Viðarsdóttir

þetta kom kannski full reiðilega út.. en ég er ekki svona reið eins og á sýnist.. :)

María Lilja Moritz Viðarsdóttir, 28.10.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Höfundur

María Lilja Moritz Viðarsdóttir
María Lilja Moritz Viðarsdóttir
Ég er dóttir, móðir, systir og kærasta.. en fyrst og fremst er ég orginal !
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Viðar
  • ...mariam

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband