Ég skora líka á stjórnvöld

Ég skora þingmenn á Alþingi Íslendinga að taka á sig launalækkun sem nema 10 % í allra minnsta lagi.

Það er fráleitt að menn haldi óbreyttum launum miðað við ástandið í þjóðfélaginu í dag. Er það ekki réttur okkar, skattgreiðanda, að neita að greiða ofurhá laun alþingismanna.  ?? Ég skil alla alþingismenn vel að þeir vilji/ telji sig þurfa hærri laun en við hin.. eenn er ekki ágætt að vera í takt við tíðarandan og sýna samstöðu við þau fyrirtæki sem þurfa að grípa til þessara aðgerða. ?

 

Ég veit vel að heimurinn er ekki svartur og hvítur, en ef hin almenni borgari á að skrifa upp á 300þ kall brúttó fyrir 8 klukkutíma vinnudag af hverju taka alþingismenn ekki sama pólinn í hæðinni.. þá meina ég að lækka launin sín um 10 % .. ég er ekkert að meina að þeir eigi að skrifa upp á "lúsa" 300 kallinn eins og hinir.

  


mbl.is Læknar skora á stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og hvað ætla ísl stjórnvöld að gera í þessu ?

Það verður fróðlegt að sjá hvað íslensk stjórvöld ætla að gera í þessu. Það er ekki eins og þetta vandamál hafi verið að koma upp í gær, síður en svo !

Við erum að tala um það að námsmenn í útlöndum eiga vart fyrir mat eða nauðsynjavörum, geta ekki borgða leigu eða fyrir þá sem þurfa, keypt bensín á bílinn sinn.

Það væri mjög fróðlegt að heyra hvað við ætlum að gera í þessu .. og hvað við ætlum að gera þeim til hjálpar, svona án gríns sko.

Ég alla vega bíð spennt að sjá næsta skref! 


mbl.is Danskur bæjarstjóri reynir að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfull græðir Olís svakalega í dag

Þetta er fínasta auglýsing fyrir Olís. Þeir þurfa ekkert að selja bensín því smávaran heldur þessu uppi !

Mikið er það dáááásamlegt ! 


mbl.is Eggjakast og nasistabúningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vita svo sem allir hvað gera skal

Þar sem þessi skrípaleikur viðgengst í góðmannalandinu Íslandi þá hafa landsmenn allir komið sér upp taktík hvernig koma skal með varning til landsins fyrir um hundruði þúsunuda..

Kjánalátum er bara svarað með kjánalátum, svo mikið er víst.Hvernig í bévítanum halda þeir að það sé hægt að fylgjast með þessu, nema bara mæta heim til hinna íslensku innkaupaóðu ferðamanna og sjá yfirlitið frá VÍSA.

 


mbl.is Jólafötin tekin í tollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er bara svona

Kemur kannski ekki á óvart, þannig séð! Hún fékk mitt atkvæði, fjöskyldunnar minnar atkvæði og tengdafjölskyndurnnar minnar athvæði ( reyndar bæði núverandi tengdafjölskyldur og fyrrverandi ef út í það er farið)

 Ég sendi henni eitt sinn tölvupóst, með persónulegt málefni sem mig langaði að fá réttlætanlega útskýringu.. hún hafið hana kannski ekki.. gleymdi mér kannski eða fannst það ekki nógu merkilegt málefnir!

Það má kannski bara ljúga upp á annað fólk og stela börnum á íslandi fyrir framan nefið á okkur... ég bara vissi það ekki .. Sillý mí !


mbl.is Mest ánægja með störf Jóhönnu og Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefðu

Sonur minn á sér mjög góðan vin sem býr í blokkinni við hliðina á okkur. Þeir leika mikið saman, bæði í skólanum, þrátt fyrir að vera ekki bekkjabræður, og í Regnbogalandi eftir skóla nú og svo heima eftir kl 17 á daginn.

Um daginn fóru þeir svo út eftir skóla nema hvað að Benni var nýbúinn að sækja hjólið hans Viðars úr viðgerði eftir hjólaslysið hér um daginn og auðvita vildi minn maður hjóla eins og lög gera ráð fyrir.
Það fór víst svo að vinur hans kom hérna við á heimleiðinni miður sín á því að Viðar hafi stungið hann af og hann vissi ekkert hvar hann var niður kominn.
Munurinn á þessum tveimur ungu strákum er sá að annar þeirra er sjálfstæður ungur maður, ófeiminn, framfærinn og hvatvís.. hinn er ósjálfstæður, mjög feiminn, til baka og allt nema hvatvís.
Þeir eiga vel saman, vega hvorn annan upp eins og plús og mínus. Sem er mjög ánægulegt allt saman.

Nema hvað, Viðar kemur inn svona 30 mínutum eftir að vinurinn komm hér við með hausinn hangandi og hundfúll út í Viðar, sem ég skildi mjög vel.

Ég spyr að sjálfsögðu son minn um leið og hann kemur inn " Hvar er Peter?"
"ég veit það ekki, hann fór bara" var svarið sem ég fékk og var ég ekki alveg nógu ánægð með það þannig að ég hélt áfram að spyrja.
"fór hann? ertu viss um að þú hafi ekki farið á undan honum og skilið hann kannski eftir?"
"æji jú veitu það mamma ég bara gleymdi honum !!"

Án þess að fara neitt nánar út í það, þá útskýrði ég það fyrir honum að maður gleymir ekki vinum sínum, þegar komið er á fót nýtt og gott vinasamband, þá ber að halda því, og láta fátt sem ekkert hafa áhrif á þessa vináttu, það eiga allir skilið að eiga góða vini, sérstaklega á þessum aldri.

Morguninn eftir var minn maður eitthvað órólegur, spuði mig hvort ég héldi að Peter myndi "dingla" áður en hann færi í skólan, óttaðist mjög að með því að gleyma vini sínum í gær þá væri sagan öll.

En dyrabjallan hringdi og minn maður var ekki lengi að stökka á dýrasíman og án þess að segja halló eða hver er þetta eins og virðist vera mjööög svo inn þá segir hann " Peter viltu fyrirgefa mér ?"
já segir guttinn í anddyrinu og með það sama segir Viðar þá " Fyrirgefðu ég ætla að passa mig mjög að gleyma þér ekki aftur"

Það fóru svo tveir góðir og kannski bestu vinir samferða í skólan þennan dag.. yljar manni um hjartarætur að sjá barnið sitt fást við þetta þroskastig án þess að þurfa að ýta á eftir því, þroskinn að geta sagt fyrirgefðu er með þeim nauðsýnlegustu sem þarf til að halda vináttu.

Vonandi að þið hafið jafn gaman af svona sirgum í lífi sonar míns eins og ég. :)

Æji nenniru !!!

Svo finnst þeim að þeir séu dæmdir illa og ósanngjarnslega, ég klappa fyrir kauða hafa haft það í sér að standa þarna fyrir framan þúsundir nema Columbia Háskólans og logið upp í opin geð eins og ekkert sé ! 

Þetta sýnir það og sannar að akkúrat ekkert jafnrétti ríkir í þessu landi Íranar eru tilbúnir að drepa þá sem hallast að sama kyni eins og þeim finnst í lagi að berja konur sem sýna svo mikið sem agn af ökla sínum á götu úti, þær sitja aftast í strætisvögun og voga sér ekki út á sama stað og karlmaðurinn og hundar eru ofari í virðingastiganum en þær nokkurn tíma !

Mundir þú þora að viðurkenna samkynhneigð ef þú byggir í landi sem þessu ? Held ekki !

Ég held að menn eigi að einbeita sér af því að hafa hemil á samlöndum sínum en að koma í háskóla um gjörvallan heiminn og tala um gæði Írans ! Hvort sem það hefur verið tilgangur heimsóknar hans eða ekki veit ég svo sem ekkert um! 


mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenniru að skutla mér í vinnuna á mánudag .. ég nebbla ...

Sú var tíðin þegar ég borgaði 1000 kall í leigubíl heim í Kópavoginn úr miðbænum, en er ekki skárra að borga 2500 kall fyrir asktur heim að dyrum en að missa prófið, skemma bílinn og þurfa svo að redda sér heim af lögrelgustöðinni ! 

 

Auðvelt að dæma erfiðara setja sig í ökumannanafótspor.. þúst en só ! 

Hvaða brot á lögreglusamþyktinni ætli sé verið að tala um, pisserí og svínarí kannski ? 

Ætl nýji ( og annars þrælgóði og þarf) lögreglustjórinn hafi verið með í slagsmálunum hér um árið upp í skíðaskála, þegar löggan og hjálpasveitn fóru að slást við skátana...en hvernig sem þetta var ;) ..fengið sig fullsaddan og lofaði sjáfum sér því að breyta lögregluflotanum svo um munar 


mbl.is Ölvaður og viðskotaillur ökumaður fluttur í járnum í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svakalega er ég skeftísk !

Þegar ég byrjaði að lesa þessa grein hugsaði ég.. "hvað bull er þetta eiginlega" og var algjörlega neikvæð á allan hátt á þetta, en því lengra sem ég las ( ekki þarf mikið til til að snúa mér) þá er ég alveg hjartanlega sammála þessu.

AUÐVITA eiga þessi áhöld að vera AÐGENGILEGA af því að fólkið hefur LÖNGUM notast við þennan vímugjafa.  En þá er kannski spurning hvor þetta aðgengi geri illt verra ! eða illt aðeins skárra..

Ég finn til með Benediktu, þekki hana ekkert og mun sennilega aldrei kynnast henni, en ég finn til með henni. Þegar maður tekur sig til og segist vorkenna einhverjum sem staddur er í mesta sjálfskapavíti sem um getur, rísa margir upp og segja " af hverju að vorkenna þar sem þetta er val fíkilsins" En er það það ? ég spyr ? Snýst þetta um eitthvað annað en val kannski ?

Annars þykir mér mjög viðeigandi að koma með svona pisla fyrir helgina, þrátt fyrir að fræðsla nái ekki til fíkla þá nær hún annað.  


mbl.is Erfitt að nálgast hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Is this for real ég meina það ??

jólakort og þurrkaður fiskur ? ha ? nei nú er bara verið að plata mann sko ... það bara getur ekki annað verið !

 

Ég mundi nú kerfjast gjafa og hamsturs ef ég væri Baby John, það er náttúrlega engin og ekki einu sinni fræðilegur möguleiki á því fyrir BJ að lesa þessi kort, ekki bara af því að hann er dauður fyrir löngu, lést áður en hann lærði að lesa.. þá er líka bundið fyrir augun á honum !!! 


mbl.is Má ekki hafa barnsmúmíu á heimili sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

María Lilja Moritz Viðarsdóttir

Höfundur

María Lilja Moritz Viðarsdóttir
María Lilja Moritz Viðarsdóttir
Ég er dóttir, móðir, systir og kærasta.. en fyrst og fremst er ég orginal !
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Viðar
  • ...mariam

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband